10 Street Name, City Name
Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Sykursjúkir fagna vali Obama
Samtök sykursjúkra í Bandaríkjunum hafa í dag fagnað því, að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, skuli hafa tilnefnt Soniu Sotomayor í embætti hæstaréttardómara. Sotomayor hefur þjáðst af sykursýni frá barnsaldri.
Segja samtökin, að tilnefning Sotomayor sýni, að meta eigi hvern einstakling, sem þjáist af sykursýki, eftir verðleikum þeirra en ekki á grundvelli staðalmynda eða rangra upplýsinga um sykursýki.
Verði tilnefning Sotomayor staðfest í öldungadeild Bandaríkjaþings verður hún fyrsti hæstaréttardómarinn af spænskum ættum, þriðja konan og fyrsti dómarinn sem vitað er til að hafi þjáðst af tegund 1 af sykursýki.
Sotomayor, sem er 54 ára, greindist með sykursýni þegar hún var átta ára. Sjúkdómurinn stafar af því, að ónæmiskerfi líkamans ræðst á ákveðnar frumur í brisinu og hindrar að það framleiði insúlín, sem brýtur niður sykur í fæðunni.
Sykursýki getur leitt til alvarlegra hjarta-, nýrna-, augn- og taugasjúkdóma og er talin draga úr lífslíkum um 7-10 ár. Vaxandi þekking og bætt meðferð hefur þó aukið lífsgæði og lífslíkur.
Hægt er að skoða myndskeið á ensku hér
The post Frétt af mbl.is appeared first on diabetes.
10 Street Name,
City Name Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sími: 562-5605
Netfang: diabetes@diabetes.is
Styrktarreikningur: 0303-26-033354,
kennitala: 681174-0609
Skrifstofa félagsins er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 10 til 12.