Fræðslunámskeið sértaklega ætluð fyrir einstaklinga með tegund 2 sykursýki hefjast hjá Insula í Glæsibæ í febrúar 2010. Hvert námskeið er 2 kvöld frá kl.17-19 með viku millibili. Fyrsta námskeiðið er fyrirhugað 4. og 11.febrúar n.k.
Stuðst verður við nýstárlegt kennsluefni frá Alþjóðasamtökum sykursjúkra (IDF, International Diabetes Federation) s.k. samtalskort (conversation maps). Farið verður yfir orsakir, eftirlit, meðferð og fylgikvilla sykursýki.
Leiðbeinendur eru Arna Guðmundsdóttir sérfræðingur í efnaskiptasjúkdómum og Svanhvít Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Gjaldið er 8.500kr fyrir hvort kvöld eða 17.000kr fyrir bæði kvöldin.
Áhugasamir skrái sig hjá Insula í síma 5510011.