10 Street Name, City Name
Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Fyrir hönd SÍBS og Vesens og vergangs vek ég athygli á því að nú er að hefjast ókeypis gönguáskorun á höfuðborgarsvæðinu.
Markmiðið með er að styðja fólk í að gera göngur að daglegri venju, efla líkamlegan og andlegan styrk og kynnast skemmtilegu fólki. Áhersla er lögð á að koma til móts við þarfir þeirra sem hafa lítið gengið eða hafa af einhverjum ástæðu ekki náð að hreyfa sig reglulega.
Boðið verður upp á fjórar göngur þessu sinni en sú fyrsta er á dagskrá fimmtudaginn 3. júní klukkan 17:30. Lagt verður upp frá bílastæðinu við Vífilsstaði og gengin um 4 km leið. Hinar göngurnar verða farnar dagana 10. 16. og 24. júní og hefjast einnig klukkan 17:30.
Skráning er nauðsynleg sökum fjöldatakmarkanna sem miðast við 150 þátttakendur. Stofnaður verður viðburður á Facebook fyrir hverja göngu, þar sem skráning fer fram. Viðburðir fyrir allar göngurnar eru aðgengilegir á facebooksíðum SÍBS og verða settir í loftið sex dögum fyrir göngu.
The post Ókeypis gönguáskorun SÍBS og Vesens og vergangs appeared first on diabetes.
10 Street Name,
City Name Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sími: 562-5605
Netfang: diabetes@diabetes.is
Styrktarreikningur: 0303-26-033354,
kennitala: 681174-0609
Skrifstofa félagsins er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 10 til 12.