10 Street Name, City Name
Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Stuðningsnet sjúklingafélaganna er nýr vettvangur fyrir jafningjastuðning fyrir þá sem hafa greinst með sjúkdóm og aðstandendur þeirra. Að Stuðningsnetinu standa fjórtán hagsmunasamtök sjúklinga á Íslandi og fleiri eru væntanleg til samstarfsins.
Stuðningsnetið styðst við aðlagað vinnuferli og námsefni frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með kabbamein og aðstandendur þeirra. Opnaður hefur verið vefur og haldin þrjú námskeiði sem um 30 stuðningsfulltrúar frá ólíkum félögum hafa sótt. Opið er fyrir ný sjúklingafélög að koma að Stuðningsnetinu hvenær sem er.
Stuðningsfulltrúar geta þeir orðið sem sjálfir greinst hafa með svipaða sjúkdóma eða eru aðstandendur. Stuðningsfulltrúar skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu og fá þjálfun í að veita stuðning. Starfsmenn Stuðningsnetsins halda svo utan um endurgjöf og eftirfylgd með hverju stuðningsverkefni, og stuðningsfulltrúar hljóta viðeigandi handleiðslu og símenntun.
Stofnfundur Stuðningsnets sjúklingafélaganna verður haldinn fimmtudaginn 18. janúar kl. 18:00 í Hásal Setursins, Hátúni 10b Reykjavík (vesturendi) og mun Birgir Jakobsson landlæknir flytja opnunarávarp.
Formleg starfsemi Stuðningsnetsins hefst strax að loknum stofnfundi og gefst þá almenningi kostur á að nýta sér þjónustu Stuðningsnetsins gegnum vef þess studningsnet.is.
Nánari upplýsingar veitir undirrituð fyrir hönd stofnaðila
Stefanía Kristinsdóttir Kynningar- og fræðslustjóri | Information & Education Manager Beint/direct: +354 560 4805 | GSM: +354 891 6677 |
The post Stuðningsnet sjúklingafélaga appeared first on diabetes.
10 Street Name,
City Name Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sími: 562-5605
Netfang: diabetes@diabetes.is
Styrktarreikningur: 0303-26-033354,
kennitala: 681174-0609
Skrifstofa félagsins er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 10 til 12.