10 Street Name, City Name
Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Þrjátíu manns á stofnfundi Suðurnesjadeildarinnar
Stofnfundur Suðurnesjadeildar Samtaka sykursjúkra var haldinn miðvikudagskvöldið 7. maí 2008 í sal Kiwanisklúbbsins Hofs að Heiðartúni 4 í Garði. Þrjátíu manns voru mættir á stofnfundinn.
Magnús Eyjólfsson setti fundinn. Hann kynnti aðdragandann að stofnun Suðurnesjadeildarinnar en hugmyndina átti Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún hefur ásamt öðrum starfsmönnum HSS staðið fyrir árlegum námskeiðum fyrir sykursjúka og aðstandendur þeirra.
Magnús kynnti næst til leiks Sigríði Jóhannsdóttur, formann Samtaka sykursjúkra, og bað hana að taka að sér fundarstjórn. Sigríður sagði að Suðurnesjadeildin væri fyrsta deildin innan samtakanna og hún horfði björtum augum til starfseminnar á Suðurnesjum.
Fyrsta mál fundarins var stjórnarkjör í Suðurnesjadeildina en stjórnarkjörið var eftirfarandi:
Formaður: Magnús Eyjólfsson
Gjaldkeri: Sjöfn Lena Jóhannesdóttir
Ritari: Hilmar Bragi Bárðarson
Meðstjórnendur: Viktoría Magnúsdóttir og Svavar Guðbjörnsson
Að stjórnarkjöri loknu var Funi Sigurðarson sálfræðingur við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja kynntur til leiks. Hann hélt fyrirlestur um gildi þess að vera í félagasamtökum. Eftir fróðlegan fyrirlestur bauð Funi upp á fyrirspurnir.
Eftir fyrirlestur Funa kynnti Sigríður Jóhannsdóttir, formaður Samtaka sykursjúkra, samtökin. Kom þar fram að félagsmenn á Íslandi eru um 1100 talsins og þar af eru félagar á Suðurnesjum um 200.
Eftir erindi Sigríðar var tekið kaffihlé en síðan kynnti Magnús Eyjólfsson hugmyndir um gönguferðir og fundi tengda þeim. Þannig gæti fólk farið í göngu og komið síðan saman til óformlegs fundar. Þeir sem ekki treystu sér til að ganga gætu komið saman á fundarstað og tekið í spil eða rætt málin yfir kaffibolla. Rætt var um að koma saman til gönguferðar og fundar þann 20. maí kl. 20.00
Undir liðnum önnur mál kynnti Elín Þ. Samúelsdóttir, vefstjóri Samtaka sykursjúkra, vefsíðu samtakanna og óskaði eftir því að fundarmenn á stofnfundinum myndu skrá sig inn á síðuna og taka þátt í umræðuvef um sykursýki.
Einnig kom á fundinum fram hugmynd um að reyna að ná til barna og unglinga með sykursýki á Suðurnesjum og aðstandendur þeirra.
Stjórnarmaður í Samtökum sykursjúkra kynnti Viðeyjarferð sem farin verður 31. maí nk. og hvatti Suðurnesjadeildina til að taka þátt í þeirri ferð. Einnig var vakin athygli á haustlitaferð sem farin verður 13. september.
Í umræðum undir önnur mál kom meðal annars fram að á Suðurnesjum séu yfir 350 einstaklingar sem nýta sér þjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir sykursjúka en einnig kom fram á fundinum að þar væru einstaklingar sem sæki sína þjónustu til Reykjavíkur.
Fundargestir rituðu allir nöfn sín í gestabók Kiwanisklúbbsins Hofs sem lagði Suðurnesjadeild Samtaka sykursjúkra til fundarstaðinn endurgjaldslaust.
The post Þrjátíu manns á stofnfundi Suðurnesjadeildarinnar appeared first on diabetes.
10 Street Name,
City Name Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sími: 562-5605
Netfang: diabetes@diabetes.is
Styrktarreikningur: 0303-26-033354,
kennitala: 681174-0609
Skrifstofa félagsins er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 10 til 12.