10 Street Name, City Name
Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Aðalfundur 2015. Tillögur stjórnar Samtaka sykursjúkra til breytinga á lögum félagsins. 3. grein Hljóðar nú svo: Tilgangur félagsins er m.a. að: a) Halda uppi fræðslu um sykursýki. b) Vinna að því að komið verði á fót sérhæfðri lækningastöð með sérmenntuðu starfsliði. c) Bæta félagslega aðstöðu sykursjúkra. Lagt er til að hún verði svohljóðandi: Tilgangur félagsins er m.a. að: a) Halda uppi fræðslu um sykursýki. b) Bæta félagslega aðstöðu sykursjúkra. c) Vinna að því að styrkja heilsugæslu, forvarnir og að styðja við starfsemi göngudeildar sykursjúkra á Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH). 8.grein Hljóðar nú svo: Til almennra félagsfunda boðar stjórnin, þegar henni þykir þurfa, þó eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Enn fremur er stjórninni skylt að boða til félagsfundar, ef 2/3 félagsmanna óska þess og greina fundarefni. Boði félagsstjórnin ekki til fundar innan 14 daga eftir að henni barst krafan geta hlutaðeigandi félagsmenn sjálfir kvatt til fundar. Fundir eru lögmætir, ef þeir eru löglega boðaðir. Til fundanna skal boða bréflega. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála á fundum félagsins, nema þar sem meiri munur er áskilinn í lögum þessum. Lagt er til að hún verði svohljóðandi: Til almennra félagsfunda boðar stjórnin, þegar henni þykir þurfa, þó eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Enn fremur er stjórninni skylt að boða til félagsfundar, ef 2/3 félagsmanna óska þess og greina fundarefni. Boði félagsstjórnin ekki til fundar innan 14 daga eftir að henni barst krafan geta hlutaðeigandi félagsmenn sjálfir kvatt til fundar. Fundir eru lögmætir, ef þeir eru löglega boðaðir. Til fundanna skal boða rafrænt með minnst viku fyrirvara. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála á fundum félagsins, nema þar sem meiri munur er áskilinn í lögum þessum. 9.grein Hljóðar nú svo: Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum, kosnum á aðalfundi . Stjórnin skiptir með sér verkum þannig að úr sínum hópi kýs hún formann, varaformann, ritara , gjaldkera og meðstjórnendur. Kosningin gildir til eins árs í senn. Einn stjórnarmaður skal vera fulltrúi frá Foreldrafélagi sykursjúkra barna. Stjórnin skal koma saman til fundar a.m.k. mánaðarlega og skal hún halda sérstaka gerðarbók. Að öðru leyti kveður stjórnarformaður stjórnina til fundar, þegar honum þykir þörf og skylt er honum að boða til funda í stjórninni þegar þrír menn í henni óska þess. Lagt er til að hún verði svohljóðandi: Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum, kosnum á aðalfundi . Stjórnin skiptir með sér verkum þannig að úr sínum hópi kýs hún formann, varaformann, ritara , gjaldkera og meðstjórnanda. Kosningin gildir til eins árs í senn. Æskilegt er að einn stjórnarmaður komi frá Dropanum, foreldrafélagi sykursjúkra barna. Stjórnin skal koma saman til fundar a.m.k. mánaðarlega og skal hún halda sérstaka gerðarbók. Að öðru leyti kveður stjórnarformaður stjórnina til fundar, þegar honum þykir þörf og skylt er honum að boða til fundar í stjórninni þegar þrír menn í henni óska þess. 10.grein Hljóðar nú svo: Lögum þessum verður ekki breytt nema á aðalfundi og séu að minnsta kosti 2/3 fundarmanna samþykkir breytingunum. Óheimilt er þó að breyta 3. gr. laga þessara um tilgang samtakanna og 11 gr. laganna varðandi ráðstöfun á eignum samtakanna, verði þau lögð niður. Lagt er til að hún verði svohljóðandi: Lögum þessum verður ekki breytt nema á aðalfundi og séu að minnsta kosti 2/3 fundarmanna samþykkir breytingunum. Óheimilt er þó að breyta ákvæði 11 gr. laganna varðandi ráðstöfun á eignum samtakanna, verði þau lögð niður.
The post Tillögur að lagabreytingum, verða lagðar fyrir aðalfundinn þ appeared first on diabetes.
10 Street Name,
City Name Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sími: 562-5605
Netfang: diabetes@diabetes.is
Styrktarreikningur: 0303-26-033354,
kennitala: 681174-0609
Skrifstofa félagsins er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 10 til 12.