40 ára afmæli SPOEX

By November 13, 2012 September 2nd, 2016 Fréttir

Í tilefni þess að samtök psoriasis og exemsjúklinga eru 40 ára boðar félagið til hátíðardagskrár þann 17.nóvember næstkomandi. Afmælishátíðin fer fram í Þjóðmenningarhúsinu að Hverfisgötu 15. Dagskráin hefst kl.17 og lýkur kl.19. Léttar veitingar í boði. Dagskráin: Ávarp formanns SPOEX, Elínar Hauksdóttur Nokkur tónlistaratriði Veislustjóri er Jónína Emilsdóttir, varaformaður SPOEX Félagar og velunnarar SPOEX eru hjartanlega velkomnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma: 588-9620 eða í netfang: formadur@psoriasis.is Föstudaginn 16.nóvember kl.20 verður svo fræðslufundur um rannsóknir á psoriasis í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Þáttaka tilkynnist í síma 588-9620 eða netfang: ernaarm@gmail.com