Skip to main content

Aðalfundur 2022

By March 22, 2022Fréttir

Aðalfundur Samtaka sykursjúkra verður haldinn miðvikudaginn 30.mars 2022 kl.17,30 í sal Setursins að Hátúni 10, jarðhæð.

 

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv 7.gr laga félagsins.

Fyrir liggja tillögur frá stjórn til lagabreytinga.

 

Rétt til setu á fundinum hafa skuldlausir félagar.

 

Fundarstjóri mun í upphafi fundar auglýsa eftir dagskrártillögum og öðrum tillögum til breytinga á lögum félagsins og skulu þær lagðar fram skriflega.

 

Stjórnin.

 

Aðalfundur Samtaka sykursjúkra, miðvikudaginn 30.mars 2022, tillögur frá stjórn félagsins til breytinga á lögum.

 

  1. gr. Hljóðar svo:

Félagið heitir Samtök sykursjúkra.

Lagt er til að greininni verði breytt, og hljóði svo:

Félagið heitir Diabetes Ísland – Félag fólks með sykursýki.

 

  1. gr. Hljóðar svo:

Tilgangur félagsins er m.a. að:

 

  1. a) Halda uppi fræðslu um sykursýki.
  2. b) Vinna að því að styrkja heilsugæslu, forvarnir og að styðja við starfsemi göngudeildar sykursjúkra á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

Lagt er til að aftan við a) lið verði bætt orðunum „til almennings og fagfólks.“  svo og að bætt verði við c)lið „Fjármögnun félagsins byggir á félagsgjöldum og styrkjum“ og greinin hljóði þá svo:

Tilgangur félagsins er m.a. að:

 

  1. a) Halda uppi fræðslu um sykursýki til almennings og fagfólks.
  2. b) Vinna að því að styrkja heilsugæslu, forvarnir og að styðja við starfsemi göngudeildar sykursjúkra á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.
  3. c) Fjármögnun félagsins byggir á félagsgjöldum og styrkjum.

 

7.gr. Hljóðar svo:

Aðalfundur hefur æðsta vald í málum félagsins og tekur á starfi félagsins eins og þörf er á. Hann skal haldinn fyrir lok marsmánaðar ár hvert. Rétt til setu á aðalfundi eiga skuldlausir félagar. Til aðalfundar skal boða með minnst viku fyrirvara. Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starf félagsins. Í upphafi fundar skal kjósa fundarstjóra og ritara fundarins. Fundarstjóri kannar lögmæti fundarins og lýsir eftir tillögum í málum sem þarf að afgreiða. Lagðir skulu fram reikningar félagsins fyrir síðast liðið ár endurskoðaðir og undirritaðir af löggiltum endurskoðanda og einum félagslega kjörnum skoðunarmanni til umræðu og samþykktar. Taka skal fyrir lagabreytingar ef fram hafa komið við upphaf fundar. Kosin skal stjórn félagsins sbr. 9 grein laga þessara. Kosinn skal einn skoðunarmaður reikninga og annar til vara. Ákveða skal árgjöld og leggja fram fjárhagsáætlun yfirstandandi árs og í lok fundar bjóða upp á umræður um önnur mál.

Lagt er til að aftan við næstsíðustu setninguna verði bætt orðunum „og skal kosningin gilda til eins árs í senn.“ og greinin hljóði þá svo:

Aðalfundur hefur æðsta vald í málum félagsins og tekur á starfi félagsins eins og þörf er á. Hann skal haldinn fyrir lok marsmánaðar ár hvert. Rétt til setu á aðalfundi eiga skuldlausir félagar. Til aðalfundar skal boða með minnst viku fyrirvara. Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starf félagsins. Í upphafi fundar skal kjósa fundarstjóra og ritara fundarins. Fundarstjóri kannar lögmæti fundarins og lýsir eftir tillögum í málum sem þarf að afgreiða. Lagðir skulu fram reikningar félagsins fyrir síðast liðið ár endurskoðaðir og undirritaðir af löggiltum endurskoðanda og einum félagslega kjörnum skoðunarmanni til umræðu og samþykktar. Taka skal fyrir lagabreytingar ef fram hafa komið við upphaf fundar. Kosin skal stjórn félagsins sbr. 9 grein laga þessara. Kosinn skal einn skoðunarmaður reikninga og annar til vara, og skal kosningin gilda til eins árs í senn. Ákveða skal árgjöld og leggja fram fjárhagsáætlun yfirstandandi árs og í lok fundar bjóða upp á umræður um önnur mál.

 

9.gr. Hljóðar svo:

Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum, kosnum á aðalfundi . Stjórnin skiptir með sér verkum þannig að úr sínum hópi kýs hún formann, varaformann, ritara , gjaldkera og meðstjórnanda. Kosningin gildir til eins árs í senn. Æskilegt er að einn stjórnarmaður komi frá Dropanum, styrktarfélagi barna með sykursýki og annar frá Ungliðahreyfingu samtakanna. Stjórnin skal koma saman til fundar a.m.k. mánaðarlega og skal hún halda sérstaka gerðarbók. Að öðru leyti kveður stjórnarformaður stjórnina til fundar, þegar honum þykir þörf og skylt er honum að boða til funda í stjórninni þegar þrír menn í henni óska þess. Stjórn getur samþykkt að framselja einstök verkefni og embætti stjórnar til framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri félagsins situr stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt.

Lagt er til að aftan við greinina verði bætt málsgreininni „Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.“ og greinin hljóði þá svo:

Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum, kosnum á aðalfundi . Stjórnin skiptir með sér verkum þannig að úr sínum hópi kýs hún formann, varaformann, ritara , gjaldkera og meðstjórnanda. Kosningin gildir til eins árs í senn. Æskilegt er að einn stjórnarmaður komi frá Dropanum, styrktarfélagi barna með sykursýki og annar frá Ungliðahreyfingu samtakanna. Stjórnin skal koma saman til fundar a.m.k. mánaðarlega og skal hún halda sérstaka gerðarbók. Að öðru leyti kveður stjórnarformaður stjórnina til fundar, þegar honum þykir þörf og skylt er honum að boða til funda í stjórninni þegar þrír menn í henni óska þess. Stjórn getur samþykkt að framselja einstök verkefni og embætti stjórnar til framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri félagsins situr stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

 

 

Rökstuðningur stjórnar:

Í áratugi hefur verið umræða meðal félagsmanna og fagfólks sem starfar með fólkinu okkar um að breyta nafni félagsins. Mörgum þykir óþjált og ekki vel lýsandi að tala um að fólk sé sykursjúkt. Stjórn leggur til að við færum okkur í átt að alþjóðlega heitinu yfir sjúkdóminn og að við tölum fremur um fólk sem er með sjúkdóm heldur en sjúklinga.

Aðrar breytingar sem lagðar eru til eru í samræmi við ný lög frá Alþingi um starfsemi félaga eins og okkar og okkur er skylt skv þeim lögum að gera þessar breytingar.