Skip to main content

Aðalfundur félagsins var haldinn 30.mars s.l.

By April 5, 2022Fréttir

Aðalfundur félagsins var haldinn 30.mars síðastliðinn.

Helstu fréttir af fundinum:

  • Nafni félagsins hefur verið breytt, og heitir það nú Diabetes Ísland – félag fólks með sykursýki
  • Samþykkt voru ný lög fyrir félagið
  • Stjórn félagsins var öll endurkjörin og skipa hana: Sigríður Jóhannsdóttir, Stefán Pálsson, Helgi Georgsson, Valgeir Jónasson og Þorsteinn Hálfdánarson

Í kjölfar nafnabreytingarinnar er nú farin af stað vinna við að hanna nýtt lógó og að uppfæra heimasíðuna. Nýtt nafn og lógó mun svo koma inn smátt og smátt eftir því sem uppfærslur verða tilbúnar. Viðbúið er að bæði nöfnin verði í notkun samhliða í einhvern tíma.