10 Street Name, City Name
Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Aðalfundur /Fræðslufundur
Verður haldinn fimmtudaginn 15. mars 2012 kl: 20:00
Fundarstaður Grand Hótel Reykjavík
Salur Háteigur A.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundastörf.
Fræðsla
Nýjungar í meðferð á sykursýki.
Arna Guðmunddóttir , læknir á göngudeild sykursjúkra Landspítala fjallar um það nýjasta á þessu sviði.
Félagsstarf
Á aðalfundinum sem er auglýstur hér á forsíðu verða stjórnarkosningar. Kjörtímabilið er eitt ár það vantar fólk í stjórn endilega gefið kost á ykkur á fundinum eða hafið samband við formann Sigríði Jóhannsdóttur sigridur@frae.is
Kaffiveitingar
Sólarljósið
Andblær vorsins svífur um
og hrífur andagiftina
með tilþrifum.
Rauðgyllt sólarupprás árla dags,
veitir gleði og fögnuð
í hjarta manns.
Ilmur grassins vekur hugans ró
og sólarljósið bræðir vetrar snjó.
Svandís Ívarsdóttir
Svandís er félagi í samtökum sykursjúkra og búin að vera með sykursýki í 40 ár . Í afmælisveislu samtakanna í nóvember s.l. kynnti hún nýútkomna barnabók sína. Fleiri ljóð eftir Svandísi munu birtast í næsta Jafnvægi og væntanleg er bók með ljóðum hennar.
Gönguferðir veturinn 2012
Gengið verður á sunnudögum kl 13:00
4.mars H.K.íþróttafélag Skálaheiði 2, Kópavogi
18.mars Verslunin Víðir Garðatorgi, Garðabæ
1.apríl Grótta-Seltjarnarnesi Bílastæðinu
15.apríl Félagsheimilið Hlégarður Háholti 2, Mosfellsbæ
29.apríl Hrafnista DAS Hraunvangi 7, Hafnarfirði
Kveðja Helga Eygló og gönguhópurinn
The post Aðalfundur Samtaka sykursjúkra appeared first on diabetes.
10 Street Name,
City Name Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sími: 562-5605
Netfang: diabetes@diabetes.is
Styrktarreikningur: 0303-26-033354,
kennitala: 681174-0609
Skrifstofa félagsins er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 10 til 12.