Aðalfundur Samtaka sykursjúkra

By February 29, 2012September 2nd, 2016Fréttir

Aðalfundur /Fræðslufundur
Verður haldinn fimmtudaginn 15. mars 2012 kl: 20:00
Fundarstaður Grand Hótel Reykjavík
Salur Háteigur A.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundastörf.

Fræðsla
Nýjungar í meðferð á sykursýki.
Arna Guðmunddóttir , læknir á göngudeild sykursjúkra Landspítala fjallar um það nýjasta á þessu sviði.

Félagsstarf

Á aðalfundinum sem er auglýstur hér á forsíðu verða stjórnarkosningar. Kjörtímabilið er eitt ár það vantar fólk í stjórn endilega gefið kost á ykkur á fundinum eða hafið samband við formann Sigríði Jóhannsdóttur sigridur@frae.is

Kaffiveitingar

Sólarljósið
 
Andblær vorsins svífur um
og hrífur andagiftina
með tilþrifum.
 
Rauðgyllt sólarupprás árla dags,
veitir gleði og fögnuð
í hjarta manns.
 
Ilmur grassins vekur hugans ró
og sólarljósið bræðir vetrar snjó.
 
 
Svandís Ívarsdóttir
 
Svandís er félagi í samtökum sykursjúkra og búin að vera með sykursýki í 40 ár . Í afmælisveislu samtakanna í nóvember s.l. kynnti hún nýútkomna barnabók sína. Fleiri ljóð eftir Svandísi munu birtast í næsta Jafnvægi og væntanleg er bók með ljóðum hennar.

Gönguferðir veturinn  2012

Gengið verður á sunnudögum kl 13:00

4.mars   H.K.íþróttafélag   Skálaheiði 2, Kópavogi

18.mars   Verslunin Víðir     Garðatorgi, Garðabæ

1.apríl Grótta-Seltjarnarnesi      Bílastæðinu

15.apríl Félagsheimilið Hlégarður Háholti 2, Mosfellsbæ

29.apríl Hrafnista  DAS    Hraunvangi 7, Hafnarfirði

Kveðja Helga Eygló og gönguhópurinn