Alþjóðadagur sykursjúkra

By November 1, 2012 September 2nd, 2016 Fréttir

Eins og allir vita auðvitað er alþjóðadagur sykursjúkra haldinn hátíðlegur um heim allan þann 14.nóvember. Eins og undanfarin ár ætlum við að halda upp á daginn með uppákomu næsta laugardag þar við. Við verðum því í Smáralind laugardaginn 17.nóvember kl.13-17 þar sem við dreifum fræðsluefni og bjóðum upp á blóðsykurmælingar og sýnum okkur og sjáum ykkur.