Í dag er alþjóðadagur sykursjúkra. En dagurinn er einn af dögum Sameinuðu þjóðanna, svona eins og alnæmisdagurinn og dagur jarðar og dagur vatnsins og baráttudagur kvenna og fleiri.
Af því tilefni voru Samtök sykursjúkra s.l. laugardag, þann 11.nóvember, í Smáralind og buðu gestum og gangandi að fá mældan blóðsykur og sögðum fólki frá félaginu okkar.
Mældir voru um 400 manns, flestir voru sem betur fer með eðlilegan blóðsykur, en að venju fundum við nokkra sem bent var á að leita til læknis við fyrsta tækifæri.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!