Alþjóðadagur sykursjúkra

By November 14, 2007September 1st, 2016Fréttir

Samtök sykursjúkra fagna 14 nóvember sem alþjóðlegum degi sykursjúkra og hafa gert það í mörg ár. Sameinuðuþjóðirnar hafa nú viðurkennt 14. nóvember sem alþjóðadag sykursjúkra.

Í tilefni dagsins hafa Samtök sykursjúkra fengið leyfi til að mæla blóðsykur þingmanna landsins í Alþingishúsinu nú í dag kl. 13.30-16.00. Er þetta gert til þess að vekja þingmenn okkar til umhugsunar um hversu stórt vandamál þetta er í samfélagi okkar.

Einnig ætlar Orkuveita Reykjavíkur að lýsa Höfða bláan fyrir okkur í tilefni dagsins. Blái liturinn er litur Alþjóðasamtaka sykursjúkra.

Jafnvægi tímarit Samtaka sykursjúkra kemur einnig út 14. nóvember og verður sett í dreifingu næstu daga.

Eins og fyrri ár bjóða Samtök sykursjúkra upp á fríar blóðsykursmælingar í Smáralindinni í tengslum við alþjóðadaginn og hvetjum við ykkur að heimsækja okkur milli kl.12.00 til 17.00 laugardaginn 17. nóvember í Smáralindinni.

Einnig stóð til að kynna nýja heimasíðu samtakanna enn það verður að bíða í smá stund enn, þar sem hún er ekki alveg tilbúin.

Eins og sjá má þá er nóg um að vera þessa dagana og óskum við ykkur til hamingju með daginn.

Stjórnin