10 Street Name, City Name
Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Ályktun EDF vegna fjármálakreppunnar:
Fatlað fólk á ekki að gjalda fyrir kreppuna
París, 16. nóvember 2008 – Evrópusamtök fatlaðra (The European Disability Forum), rödd ríflega 50 milljón evrópubúa með fötlun, skorar á Evrópuráðið og þingið og aðrar evrópskar stofnanir og stjórnvöld innan Evrópu að tryggja það að fatlað fólk og fjölskyldur þess muni ekki gjalda fyrir hina alþjóðlegu fjármálakreppu með minnkandi innkomu, bótum, tækifærum til atvinnu eða niðurskurði styrkja til félagasamtaka fatlaðra.
Kreppan er til komin vegna óábyrgra lánveitinga og óásættanlegs gáleysis af hendi þeirra sem stjórna fjármálafyrirtækjum og þeirra eftirlitsaðila sem gæta áttu að því að reglum væri framfylgt. Svar stjórnvalda við „skipbroti lánsviðskipta“ hefur verið að búa til fjármagn til að ganga í veð fyrir bankana. Núna þegar þetta vantraust breiðist yfir í almenna fjármálakerfið er lífsnauðsynlegt að fátækir, aldraðir, fatlað fólk og fjölskyldur þeirra í Evrópu muni ekki gjalda fyrir þessa kreppu. Ástandið fyrir kreppu var ótryggt, því biðjum við um aukningu á útgjöldum til fjárfestingar í uppbyggingu á velferðarkerfinu, á bætur og ákvæði um skattaafslætti, svo að þessir hópar geti keypt vörur og þjónustu og með því bætt fjármálaástandið.
Gegnum sáttmála Sameinuðu Þjóðanna á réttindum fólks með fötlun hefur heimurinn nýverið viðurkennt knýjandi þörf til að víkka út ramma alþjóðlegra laga um mannréttindi fatlaðs fólks. Samfélagið hefur ekki efni á að veikja skuldbindingar sínar varðandi mannréttindi, þar á meðal rétt til atvinnu og fjölskyldulífs. Í áranna rás hefur fatlað fólk verið „þeir síðustu sem eru ráðnir og þeir fyrstu sem eru reknir“, litið er á þá sem hóp sem hægt er að fórna á tímum fjármálakreppu. Fatlað fólk, fjölskyldur þess, atvinnulausir og fátækir geta ekki orðið blórabögglar fyrir kreppu sem er ekki af þeirra völdum. Nú þegar hefur versnandi efnahagsástand leitt til tilrauna á niðurskurði bóta í mörgum löndum, svo sem Írlandi, Ungverjalandi, Svíþjóð og Ítalíu.
Lærdómur kreppunnar – gildi þess að fjárfesta í fólki – er mun mikilvægari en áhættu fjárfestingar, það gagnast öllu samfélaginu og styrkir mótstöðu gegn kreppumyndun. Ef bilið milli fátækra og ríkra eykst, mun það kosta samfélagið mun meira til lengri tíma litið. EDF vill tryggja að jafnræði og réttindi fatlaðs fólks verði ofarlega á baugi stjórnmálanna í komandi kosningum Evrópusambandsins.
Niðurskurður og mikið atvinnuleysi mun búa til frjóan jarðveg fyrir ofbeldi, hatursglæpi, grafa undan samstöðu og framkalla hættuleg viðhorf til lýðræðis. Við skorum á þá sem bera ábyrgð á fjármálalegum ákvörðunum stjórnvalda að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að komið verði fram við fatlað og fátækt fólk af jafnrétti og að fjármálastaða þeirra sé tryggð í þeim aðgerðum sem settar verða af stað á þessum tímum. Núna er tími mikilla aðgerða svo að árið 2010 – Ár gegn fátækt í Evrópu – verði fatlaðir og aðrir minnihlutahópar ekki aftur efst á dagskrá.
The European Disability Forum (EDF) eru regnhlífasamtök í Evrópu sem hugsa um velferð yfir 50 milljóna fatlaðs fólks í Evrópu. Meðlimir í EDF geta verið regnhlífasamtök fatlaðra á landsvísu frá öllum löndum innan Evrópusambandsins/efnahagssvæðis þess auk svipaðra samtaka í Evrópu sem standa fyrir mismunandi gerðir fatlana, samtök og einstaklingar sem eru skuldbundnir málefnum fatlaðra. Markmið EDF er að tryggja fötluðu fólki fullan aðgang að grundvallarrétti og mannréttindum með því að taka virkan þátt í mótun og framkvæmd stefnu í Evrópu.
The post Ályktun EDF appeared first on diabetes.
10 Street Name,
City Name Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sími: 562-5605
Netfang: diabetes@diabetes.is
Styrktarreikningur: 0303-26-033354,
kennitala: 681174-0609
Skrifstofa félagsins er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 10 til 12.