Bólusetning gegn svínaflensunni (H1N1)
Læknar Göngudeildar sykursjúkra vilja beina þeim tilmælum til fólks með sykursýki að láta bólusetja sig gegn flensunni. Ástæðan fyrir því er að sykurstjórnunin getur orðið erfið í veikindum, fólki hættir þá til að gefa sér of lítið insúlin og verða súrt (ketónsýringur).
Sykursjúku fólki er ennfremur bent á að hafa samband við sína heilsugæslustöð eða heimilslækni en ekki á Göngudeildina.
The post Bólusetning gegn svínaflensunni (H1N1) appeared first on diabetes.