10 Street Name, City Name
Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Vesturlandsdeild Samtaka sykursjúkra var stofnuð þann 19. október síðastliðinn í Stúkuhúsinu á Akranesi. Um tuttugu manns mættu á fundinn og segir Jón Sólmundarson, sem kosinn var formaður félagsins, að allir stofnfélagar séu frá Akranesi. Með Jóni í stjórn voru kosin þau Erna Njálsdóttir, Sigurður Aðalsteinsson og Davíð Kristjánsson. Magnea Gylfadóttir fótaaðgerðarfræðingur hélt erindi á fundinum um fótamein sykursjúkra, forvarnir og meðferð.
Framundan hjá deildinni er skipulagning fyrir alþjóðadag sykrusjúkra sem verður 14. nóvember. „Þann dag ætlum við að vera með mælingar og kynningu á starfsemi Samtaka sykursjúkra framan við Apótek Vesturlands á Akranesi. Í framhaldinu ætlum við svo að koma á skipulegri hreyfingu meðal sykursjúkra, til dæmis reglulegum gönguferðum eða hjólreiðaferðum auk þess að vera reglulega með fræðslufyrirlestra. Það er full ástæða til að hvetja sykursjúka Vestlendinga og aðstandendur þeirra til að ganga í deildina okkar.“ segir Jón Sólmundarson nýkjörinn formaður.
Íbúar á Vesturlandi sem hafa hug á að ganga í félagið og taka þátt í starfinu geta haft samband við Jón á netfanginu jonsol@simnet.is eða í síma 894-8326.
Einnig getur fólk skráð sig í samtökin með því að senda póst á diabetes@diabetes.is eða haft samband við skrifstofu í síma 562-5605 þriðjudaga og fimmtudaga frá 10-12.
The post Stofnfundur á Vesturlandi appeared first on diabetes.
10 Street Name,
City Name Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sími: 562-5605
Netfang: diabetes@diabetes.is
Styrktarreikningur: 0303-26-033354,
kennitala: 681174-0609
Skrifstofa félagsins er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 10 til 12.