Byltingarkenndur blóðsykurmælir

By August 1, 2010September 2nd, 2016Fréttir, Review links

Tækni & vísindi | mbl.is | 30.7.2010 | 15:22

Ígræddur blóðsykurmælir sem sendir þráðlaus boð um blóðsykurmagn gæti mögulega valdið byltingu í lífi margra sykursjúkra og auðveldað þeim hað hafa taumhald á sjúkdómnum.
Mælirinn er kringlóttur og aðeins 38 mm í þvermál og um 13 mm þykkur. Hugmyndin er að græða hann í búk sjúklingsins. Tækið er algjörlega þétt og með innbyggðu loftneti til að senda boðin. Það er búið endingargóðri rafhlöðu og tveimur nemum.

Annar neminn mælir einungis súrefnismagn. Hinn mælir viðbrögð sem snerta bæði súrefni og blóðsykur. Örvefur sem myndast í kringum tækið á ekki að trufla hæfni þess til mælinga, þökk sé nemunum tveimur og því hvernig þeir vinna saman að því að mæla rétt blóðsykurmagn.

Hægt er að draga úr hættu á flestum fylgikvillum sykursýki, hvort sem er blinda eða hjartaáföll, með því að fylgjast stöðugt með blóðsykurmagni. Ítrustu mælingar krefjast þess að tekið sé blóðsýni úr fingri á 15 mínútna fresti, nótt og dag. Fæstir sykursýkisjúklinga mæla blóðsykurinn að jafnaði á klukkustundar frestum, hvað þá oftar.

Vísinda- og tæknimenn við Kaliforníuháskóla í San Diego og líftæknifyrirtækið GlySens hönnuðu blóðsykurmælinn.  Frétt á mbl.is hér

Frétt POPSCI um blóðsykurmælinn