Ferðaþjónusta fatlaðra

By January 20, 2015 September 3rd, 2016 Fréttir

Ályktun aðalstjórnarfundar ÖBÍ, miðvikudaginn 14. janúar 2015, um akstursþjónustu Strætó. Aðalstjórn ÖBÍ krefst þess að sveitarstjórnir framfylgi þeim lögbundnu skyldum sem þeim ber er varðar ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Eins og ferðaþjónustunni er nú fyrirkomið lítum við á að sú skerðing á ferðafrelsi og það þjónustuleysi og mistök sem eiga sér stað daglega séu brot á frelsi og mannréttindum fatlaðs fólks. Öryrkjabandalag Íslands – Nánari upplýsingar veitir Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, í gsm. 694 7864.