Féttamoli stjórnar

By August 15, 2008 September 1st, 2016 Fréttir
  • Kjörnir hafa verið fulltrúar Samtaka sykursjúkra í aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands. Sigríður Jóhannsdóttir er aðalfulltrúi og Ómar Geir Bragason varafulltrúi. Þau ásamt Sigfrið Ólafsyni mæta sem fulltrúar félagsins á aðalfund ÖBÍ þann 4. Október 2008
  • Breytingar hafa orðið á starfsskipan innan stjórnar en Hallgrímur S. Sveinsson hefur látið af störfum sem ritari og Elín Þ. Samúelsdóttir tekið við.
  • Samtök sykursjúkra hafa gert samning við Reykjavíkurmaraþon um að vera eitt af góðgerðarfélögunum sem hægt er að styrkja í Glitnismaraþoninu. Einnig verða samtökin með kynningarbás á skráningarhátíð maraþonsins föstudaginn 22. Ágúst.
  • Unnið er að skipulagningu haustferðar samtakanna sem verður þann 13. september næstkomandi og verða sendar út nánari upplýsingar í fréttabréfi samtakanna þegar nær dregur ferðinni.
  • Erfiðleikar hafa verið á nýrri síðu félagsins varðandi að skrá sig sem félaga og er unnið að viðgerð á því og vonast til að það lagist sem fyrst.
  • Samtökin senda fjóra fulltrúa á árlegt norðurlandaþing samtaka sykursjúkra sem haldið verður í lok mánaðar. Nánari ferðalýsing verður í næsta Jafnvægi, tímariti samtakanna sem kemur út síðar á árinu.
  • Unnið er að skipulagningu á vetrarstarfinu sem verður með svipuðu sniði og fyrri ár en nánari fregnir af því koma síðar.

Stjórnin