Skip to main content

Við hjá ÖBÍ sækjumst eftir að heyra í fólki sem verður fyrir hinum ömurlegu krónu-á-móti-krónu skerðingum. Við viljum geta sagt sögur fólk og hvernig þessi skerðing hefur áhrif á alla tilveru þeirra.

Við hyggjumst síðan taka sögurnar saman og birta í formi örsagna á vef ÖBÍ og á samfélagsmiðlum bandalagsins.

Í þessu skyni höfum við sett saman eyðublað fyrir fólk til að fylla út svo það geti hjálpað okkur – og sjálfu sér! – til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á áhrifum þessara skerðinga.

Tengill á umfjöllun um krónu-á-móti-krónu skerðingarnar er hér og í textanum er að finna tengla á eyðublaðið:

https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/hver-er-thin-saga

Ég hvet ykkur öll til þess að miðla ykkar sögu ef við á, láta þessa orðsendingu fara sem allra víðast og hvetja fólk til að deila sinni reynslu.

Vinnum saman og vekjum stjórnvöld og almenning til vitundar um áhrif skerðinganna!