10 Street Name, City Name
Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Fréttabréf
Samtaka sykursjúkra
Hátúni 10b, 105 Reykjavík, Sími 562-5605,
Netfang diabetes@diabetes.is
Heimasíða www.diabetes.is
sept 2011. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Sigríður Jóhannsdóttir.
Haustferð
Hin sívinsæla haustferð verður farinn laugardaginn 17. september. Farðið verður í Bása á Goðaland (Þórsmörk) .
Skoðaðar verða afleiðingar eldgossins í Eyjafallajökli og gossins á Fimmvörðuhálsi.
Lagt verður af stað kl 09:00 frá Hátúni 10B
Ferðin kostar kr. 5000 frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Ein máltíð er innifalin í verði.
Ferðalangar hafi með sér nesti og hlý föt.
Skráning í síma 562-5605 og á netfanginu diabetes @ diabetes. Einnig er hægt að skrá sig í síma
892-5567 Ómar Geir. Skráningu lýkur þriðjudaginn 13. september.
Mætum sem flest og njótum þess að vera saman
Yfirlýsing frá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ):
Varðandi greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði.
Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp til laga sem er breyting á lögum nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, nánar til tekið um greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði. Um er að ræða heimildarákvæði til breytinga í greiðsluþátttökunni. Með frumvarpinu fylgja drög að nýrri reglugerð sem útfærir breytingarnar.
Öryrkjabandalag Íslands er hlynnt þeirri kerfisbreytingu sem boðuð hefur verið og kynnt var af starfshópi í október 2010 og á fundi með ráðherra velferðarmála sl. vor. Hér er um mikið réttlætismál að ræða. Ný útfærsla byggir á jafnræði milli fólks með sjúkdóma.
Í því frumvarpi sem fyrir alþingi liggur felst breyting á núverandi lögum á þeim heimildarákvæðum sem þar eru sett fram. Ákvæðin eru mjög opin og vald ráðherra nær ótakmarkað.
ÖBÍ vill að sú grunnhugsun sem kynnt var og kemur fram í skýrslu starfshópsins frá október 2010 verði bundin í lögum, þannig verði öryggi sjúklinga einungis tryggt. Eftirfarandi þarf að binda í lögunum:
Varðandi drög að reglugerð sem frumvarpinu fylgir hefur ÖBÍ margt við þau að athuga og fer sérstaklega fram á að eftirfarandi atriðum verði breytt:
Sjá umsögn ÖBÍ við frumvarpinu á www.obi.is.
Ekkert um okkur, án okkar!
Frá Ritstjóra
Birti hér til fróðleiks yfirlýsingu frá ÖBI um nýtt frumvarp sem fjallar um breytingu á greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði.
Þetta varðar okkur öll, en sérstaklega okkur sem erum með sykursýki en þau lyf hafa verið gjaldfrjáls hingað til.
En samkvæmt frumvarpinu verða breytingar á því.
Gönguferðir haustið 2011
11. september Vífilsstaðavatn
25. september Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70
9. október Morgunblaðshúsið, Hádegismóum
23. október Víkingsheimilið, Traðarlandi 1
6. nóvember Kaffivagninn, Grandagarði
20. nóvember Útvarpshúsið, Efstaleiti 1
4. desember Hallgrímskirkja
Hittumst hress í gönguhópnum og tökum með okkur gesti.
Kveðja
Helga Eygló og gönguhópurinn
The post Fréttabréf appeared first on diabetes.
10 Street Name,
City Name Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sími: 562-5605
Netfang: diabetes@diabetes.is
Styrktarreikningur: 0303-26-033354,
kennitala: 681174-0609
Skrifstofa félagsins er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 10 til 12.