Fréttabréf

a8 • Sep 07, 2011

Fréttabréf
Samtaka sykursjúkra

Hátúni 10b, 105 Reykjavík, Sími 562-5605,
Netfang diabetes@diabetes.is Heimasíða www.diabetes.is sept  2011. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Sigríður Jóhannsdóttir.

Haustferð
Hin sívinsæla haustferð verður farinn laugardaginn 17. september. Farðið verður í Bása á Goðaland (Þórsmörk) .
Skoðaðar verða afleiðingar eldgossins í Eyjafallajökli og gossins á Fimmvörðuhálsi.
Lagt verður af stað kl 09:00 frá Hátúni 10B
Ferðin kostar kr. 5000 frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Ein máltíð er innifalin í verði.
Ferðalangar hafi með sér nesti og hlý föt.
Skráning í síma 562-5605 og á netfanginu diabetes @ diabetes. Einnig er hægt að skrá sig í síma
892-5567 Ómar Geir. Skráningu lýkur þriðjudaginn 13. september.
Mætum sem flest og njótum þess að vera saman

Yfirlýsing frá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ):

Varðandi greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði.

Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp til laga sem er breyting á lögum nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, nánar til tekið um greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði. Um er að ræða heimildarákvæði til breytinga í greiðsluþátttökunni. Með frumvarpinu fylgja drög að nýrri reglugerð sem útfærir breytingarnar.
Öryrkjabandalag Íslands er hlynnt þeirri kerfisbreytingu sem boðuð hefur verið og kynnt var af starfshópi í október 2010 og á fundi með ráðherra velferðarmála sl. vor. Hér er um mikið réttlætismál að ræða. Ný útfærsla byggir á jafnræði milli fólks með sjúkdóma.
Í því frumvarpi sem fyrir alþingi liggur felst breyting á núverandi lögum á þeim heimildarákvæðum sem þar eru sett fram. Ákvæðin eru mjög opin og vald ráðherra nær ótakmarkað.
ÖBÍ vill að sú grunnhugsun sem kynnt var og kemur fram í skýrslu starfshópsins frá október 2010 verði bundin í lögum, þannig verði öryggi sjúklinga einungis tryggt. Eftirfarandi þarf að binda í lögunum:

  1. Að gjald fyrir lyf verði hlutfallslegt og þrepaskipt eftir uppsöfnuðum lyfjakostnaði.
  2. Að gjald fyrir lyf skal vera lægra hjá örorku-, endurhæfingar- og ellilífeyrisþegum, börnum, fólki í atvinnuleit og þeim er verða að reiða sig á framfærslu félagsþjónustu sveitarfélaga.
  3. Ákvæði verði sett um hámarksþak á árlegum kostnaði sjúkratryggðra og þar eftir 100% greiðsluþátttöku sjúkratrygginga.
  4. Tilgreina þarf þrepaskiptingu á kostnaði í reglugerð og hámarksþak sem skal auglýsa með góðum fyrirvara.
  5. Að breytingar á greiðsluþátttöku skulu unnar og kynntar í samráði við hagsmunasamtök sjúklinga.

Varðandi drög að reglugerð sem frumvarpinu fylgir hefur ÖBÍ margt við þau að athuga og fer sérstaklega fram á að eftirfarandi atriðum verði breytt:

  1. Krafist er hámarksþaks á greiðsluþátttöku sjúkratryggðra.
  2. Fyrirkomulag S-merktra lyfja verði áfram eins og það er í dag.
  3. Félagslega stuðningskerfið verði uppfært í samræmi við raunveruleikann.

Sjá umsögn ÖBÍ við frumvarpinu á www.obi.is.

Ekkert um okkur, án okkar!

Frá Ritstjóra

Birti hér til fróðleiks yfirlýsingu frá ÖBI um nýtt frumvarp sem fjallar um breytingu á greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði.
Þetta varðar okkur öll, en sérstaklega okkur sem erum með sykursýki en þau lyf hafa verið gjaldfrjáls hingað til.
En samkvæmt frumvarpinu verða breytingar á því.

 

Gönguferðir haustið 2011

11. september    Vífilsstaðavatn
25. september Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70
9. október       Morgunblaðshúsið, Hádegismóum
23. október Víkingsheimilið, Traðarlandi 1
6. nóvember     Kaffivagninn, Grandagarði
20. nóvember Útvarpshúsið, Efstaleiti 1
4. desember   Hallgrímskirkja

Hittumst hress í gönguhópnum og tökum með okkur gesti.

Kveðja

Helga Eygló og gönguhópurinn

The post Fréttabréf appeared first on diabetes.

09 Jan, 2023
This is a subtitle for your new post
By frida 11 Oct, 2022
Hugmyndafundur ungs fólks fer fram á Grand Hotel laugardaginn 5. nóvember nk. frá kl. 12:00 til 15:00.   Fyrir hverja? Fötluð börn, þ.m.t. börn með ADHD, einhverfu, gigt og sykursýki... The post Hugmyndafundur ungs fólks appeared first on diabetes.
By frida 11 Oct, 2022
Hugmyndafundur ungs fólks fer fram á Grand Hotel laugardaginn 5. nóvember nk. frá kl. 12:00 til 15:00.   Fyrir hverja? Fötluð börn, þ.m.t. börn með ADHD, einhverfu, gigt og sykursýki... The post Hugmyndafundur ungs fólks appeared first on diabetes.
By frida 11 Oct, 2022
Kærar þakkir til ykkar sem gátuð mætt á umferðarþingið um daginn. Fyrir þau ykkar sem gátuð ekki mætt voru erindin tekin upp og eru nú komin á netið ásamt þeim... The post Auglýsing frá Samgöngustofu appeared first on diabetes.
By frida 11 Oct, 2022
Kærar þakkir til ykkar sem gátuð mætt á umferðarþingið um daginn. Fyrir þau ykkar sem gátuð ekki mætt voru erindin tekin upp og eru nú komin á netið ásamt þeim... The post Auglýsing frá Samgöngustofu appeared first on diabetes.
By frida 27 Sep, 2022
skrifstofa félagsins verður lokuð fimmtudaginn 29.september vegna sumarleyfis The post Skrifstofan lokuð fimmtudaginn 29.sept appeared first on diabetes.
By frida 27 Sep, 2022
skrifstofa félagsins verður lokuð fimmtudaginn 29.september vegna sumarleyfis The post Skrifstofan lokuð fimmtudaginn 29.sept appeared first on diabetes.
By frida 20 Sep, 2022
ÖBÍ slær nýjan tón   ÖBÍ réttindasamtök eru heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi. Í yfir sextíu ár hafa samtökin barist fyrir samfélagi jöfnuðar og réttlætis þar sem allir einstaklingar njóta... The post ÖBÍ réttindasamtök – ný ásýnd appeared first on diabetes.
By frida 20 Sep, 2022
ÖBÍ slær nýjan tón   ÖBÍ réttindasamtök eru heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi. Í yfir sextíu ár hafa samtökin barist fyrir samfélagi jöfnuðar og réttlætis þar sem allir einstaklingar njóta... The post ÖBÍ réttindasamtök – ný ásýnd appeared first on diabetes.
By frida 20 Sep, 2022
SÍBS kynnir nýtt verkefni sem fengið hefur heitið Heilsumolar. Heilsumolar eru örmyndbönd með góðum ráðum um hvað hægt er að gera til að bæta heilsu og líðan og eiga erindi... The post Heilsumolar SÍBS appeared first on diabetes.
More Posts
Share by: