Skip to main content

Fréttabréf Nóvember

By November 10, 2011September 2nd, 2016Fréttir

Fréttabréf
Samtaka sykursjúkra

Hátúni 10b, 105 Reykjavík, Sími 562-5605,
Netfang diabetes@diabetes.is Heimasíða www.diabetes.is nóv.  2011. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Sigríður Jóhannsdóttir.

Við eigum afmæli

Samtök sykursjúkra voru stofnuð 25. nóvember 1971 og eru því 40 ára á þessu ári.
Af því tilefni bjóðum við félögum og öðrum velunnurum til afmælisfagnaðar í Háteigi á 4. hæð á Grandhóteli við Sigtún.

Föstudaginn 25. nóvember klukkan 17:30

ÁVÖRP – TÓNLIST – LÉTTAR VEITINGAR
Félagar fjölmennum og eigum saman góða stund

Vegna afmælishátíðar verður enginn jólafundur í ár.

Samtök Sykursjúkra 40 ára

Samtökin voru stofnuð 25. nóvember 1971. Á þessum fjörutíu árum hefur ýmislegt áorkast en margt er enn ógert og mikið starf framundan þar sem þjóðin eldist mjög hratt og breyttir lifnaðarhættir hafa stuðlað að aukinni tíðni sykursýki og enn mun tíðnin aukast ef spár reynast réttar.
Markmið félagsins hafa verið skýr frá upphafi og hefur fræðslustarfið ávallt verið í öndvegi. Félagið hefur fylgt því eftir með fræðslufundum og útgáfu á ýmiskonar fræðsluefni. Jafnvægi, tímarit samtakanna hefur komið sleitulaust út síðan 1974 með örfáum undantekningum. Stofnun Göngudeildarinnar er án efa einn merkasti áfanginn í sögu samtakanna. En ávallt þarf að vera á verði og nú er það hlutverk samtakanna að vinna af ötulleik að því að Göngudeild sykursjúkra búi ætíð við fullnægjandi starfsskilyrði. Vinna þarf að því að áhöld og efni sem þarf við meðferð sjúkdómsins verði áfram niðurgreidd af hinu opinbera.
Það er aldrei brýnna en nú að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og sækja fram á þeirri braut sem mörkuð var í upphafi.

Kæru félagsmenn
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Vetrargöngur 2012

Sunnudagar kl 13:00

15.janúar Breiðholtskirkja        Þangbakka 5

29.janúar K.R.íþróttafélag        Frostaskjóli 2

12.feb.   K.F.U.M.og K.F.U.K.     Holtavegi 28

26.feb.   Valsheimilið                Hlíðarenda

4.mars   H.K.íþróttafélag   Skálaheiði 2, Kópavogi

18.mars   Verslunin Víðir     Garðatorgi, Garðabæ

1.apríl Grótta-Seltjarnarnesi      Bílastæðinu

15.apríl Félagsheimilið Hlégarður Háholti 2, Mosfellsbæ

29.apríl Hrafnista  DAS    Hraunvangi 7, Hafnarfirði

Kveðja Helga Eygló og gönguhópurinn