Fréttamoli stjórnar

By September 22, 2008September 1st, 2016Fréttir

Skipulagning vegna haustferðarinnar sem farin var laugardaginn 13. September hefur verið í fullum gangi. Hefur verið leitað eftir tilboðum í ferðina sjálfa, skoðunarferðir og annað tilheyrandi. Fréttir af ferðinni og myndir koma inn síðar.

Undirbúningur vegna alþjóðadags sykursjúkra þann 14. Nóvember er nú hafinn. Stefnt er að árlegri blóðsykursmælingu í Smáralind laugardaginn 15. Nóvember og er verið í óða önn við að útvega það sem til þarf svo sem blóðsykursmæla, borðbúnað og ýmsar kynningarvörur.

Hluti stjórnarmanna er nýlega komin heim af árlegri ráðstefnu samtaka sykursjúkra á norðurlöndunum sem haldin var í Stokkhólmi síðustu helgina í ágúst. Nánar verður fjallað um ferðina í Jafnvægi tímariti samtakanna.

Verið er að skoða hvaða efni verður tekið fyrir á fræðslufundum vetrarins og einnig standa yfir viðræður við mögulega fyrirlesara. Ábendingar félagsmanna eru vel þegnar og er bent á netfang samtakanna diabetes@diabetes.is

Sigríður Jóhannsdóttir formaður Samtaka sykursjúkra var í viðtali á Bylgjunni fyrir skemmstu þar sem fyrirspurn hafði borist frá hlustanda varðandi það hvort samtökin hafi beitt sér fyrir niðurgreiðslum á stinningarlyfinu Viagra.
Stjórnin