Skip to main content

Hlaupanámskeið hjá SÍBS, öll velkomin

By August 16, 2022Fréttir
SÍBS stendur aftur fyrir 10 vikna fjar- hlaupanámskeiði á Facebook, sem einkum er ætlað byrjendum. Þetta er annað námskeiðið árið 2022, undirtektir hafa verið frábærar.
Námskeiðið hefst mánudaginn 5. september og nær yfir 10 vikur, skráning er hafin.
Um námskeið
Hér er um “fjar”- hlaupanámskeiði í gegnum lokaðan hóp á Facebook. Námskeiðið er opið öllum, hvar á landi sem er. Áherslur á námskeiðinu miðast við byrjendur eða þá sem eru að hefja hlaup eftir hlé.
Hlaupaæfingar eru á ábyrgð þátttakenda sjálfra, þar sem hver og einn hleypur á sínum hraða en unnið er út frá einfaldri æfingaáætlun sem nær yfir 9 vikur, en námskeiðið hefst á undirbúningsviku. Markmiðið er að þátttakendur byggi upp þol til að geta hlaupið í 30 mínútur án hvíldar.
Fræðsluefnið er ýmist sett fram í stuttum myndböndum eða stöðufærslum.Að auk býðst þátttakendum að sækja vikulega spjallfundi með þjálfurum. Á þeim gefst tækifæri til að fá einstaklingsmiðaða ráðgjöf.
Þjálfarar á námskeiðinu eru þær Fríða Rún Þórðardóttir og Ingunn Guðbrandsdóttir sem báðar hafa mikla reynslu af þjálfun á ýmsum vettvangi.