Líf og heilsa á Austurlandi 11.-17.ágúst

By August 7, 2018Fréttir

Samtök sykursjúkra, SÍBS, Samtök lungnasjúklinga og Hjartaheill halda áfram ferðum sínum um landið undir yfirskriftinni Líf og heilsa. Almenningi býðst þá að hitta fulltrúa félaganna og fá ókeypis heilsufarsmælingar og fræðslu. Að þessu sinni stendur til að heimsækja Austurland, og er dagskráin sem hér segir (staðsetning er auglýst á hverjum stað):

  • Höfn 11.08 kl. 13-17 (laugardagur)
  • Djúpivogur 12.08 kl. 10-13 (sunnudagur)
  • Breiðdalsvík 12.08 kl. 16-18 (sunnudagur)
  • Stöðvarfjörður 12.08 kl. 16-18 (sunnudagur)
  • Fáskrúðsfjörður 13.08 kl. 09-12 (mánudagur)
  • Eskifjörður 13.08 kl. 15-19 (mánudagur)
  • Reyðarfjörður 14.08 kl. 09-15 (þriðjudagur)
  • Norðfjörður 15.08 kl. 09-15 (miðvikudagur)
  • Egilsstaðir 16.08 kl. 09-15 (fimmtudagur)
  • Seyðisfjörður 17.08 kl. 09-13 (föstudagur)