Lions menn vekja athygli á sykursýki

By November 8, 2012 September 2nd, 2016 Fréttir

Lions klúbburinn Fjörgyn ætlar að vera með uppákomu í tilefni alþjóðadags sykursjúkra hinn 14.nóvember. Þann dag mæta Líons menn í Krónuna við Bíldshöfða og bjóða fólki blóðsykurmælingar og fræðsluefni um sykursýki. Frábært framtak hjá þeim Lions mönnum og rétt að geta þess að Lions hreyfingin hefur á alþjóðavísu unnið mikið starf til að reyna að vekja almenning til umhugsunar um sykursýki og þær hættur sem af henni stafa.