Nám og námskeið hjá Hringsjá

By April 1, 2008 September 1st, 2016 Fréttir

Hringsjá veitir endurhæfingu til náms og starfa. Hringsjá er ætluð einstaklingum eldri en 18 ára, sem vegna heilsufarsvanda, fötlunar, áfallasögu og/eða félagslegra aðstæðna hafa ákveðið að endurmeta og styrkja stöðu sína og að efla persónulega færni.

Fullt nám er 3 annir
Inntaka í fullt nám fer fram tvisvar á ári
Umsóknarfrestur fyrir haustönn er til 16. maí 2008.

Kennd er tölvunotkun, bókfærsla, stærðfræði, íslenska, enska, félagsfræði, tjáning, myndlist og námstækni.

Veitt er náms- og starfsráðgjöf, kennd gerð starfsumsókna, þjálfuð atvinnuviðtöl og unnið að sjálfsstyrkingu. Ráðgjöf og stuðningur vegna lestrarerfiðleika, námserfiðleika, prófkvíða og annarra persónulegra þátta.

Kennt er í litlum hópum, námið er einstaklingsmiðað og áhersla lögð á þægilegt náms-og starfsumhverfi.

Námskeið
Inntaka á námskeið fer fram allt skólaárið

· Grunnnámskeið í tölvunotkun, 30 kennslustundir
· Excelnámskeið, 30 kennslustundir
· Bókhaldsnámskeið, 30 kennslustundir
· Ýmis önnur námskeið

Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Hringsjár www.hringsja.is eða í skólanum.
Frekari upplýsingar veita Helga Eysteinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi helga@hringsja.is og Linda Skúladóttir, forstöðumaður, rlinda@hringjsa.is

HRINGSJÁ, Hátúni 10 d., s: 552-9380/562-2840, www.hringsja.is