Námskeið hjá göngudeild

By March 14, 2019Fréttir

Göngudeild sykursýki á Landspítala hafði ráðgert námskeið nú í þessum mánuði, bæði fyrir fólk með T1 og fólk með T2 sykursýki.

Bæði námskeið falla nú niður vegna ónógrar þátttöku, þrátt fyrir að tugir manna hafi verið búnir að skrá sig á lista þar sem þeir óskuðu eftir að komast á námskeið. Það sem gerir þetta svo enn verra er sú staðreynd að þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist.

Þetta er mjög miður, sérlega þar sem við hjá félaginu höfum lengi lagt mjög hart að fagfólkinu að auka við tilboð um fræðslu og stuðning við þau sem greinast.

Þau ætla að reyna aftur í haust og hvetjum við okkar fólk til að nýta sér þetta góða tilboð.