Skip to main content

Netföng félagsmanna

By November 26, 2020Fréttir
Fyrir nokkrum dögum síðan sendum við út tölvupóst til allra þeirra sem eru á póstlistanum okkar, þ.e. við höfum netföng viðkomandi.
Í póstinum sögðum við frá því að Jafnvægi er komið út og ætti að hafa borist öllum í pósti. Að þessu sinni fengum við þó óvenju mörg blöð endursend, sem þýðir að heimilisfangið sem við erum með skráð hjá okkur er þá ekki rétt. Endilega látið okkur vita ef þið flytjið.
Einnig, ef þú ert félagsmaður en hefur ekki fengið þennan tölvupóst máttu mjög gjarna senda okkur póst í netfangið: diabetes@diabetes.is svo við getum skráð netfangið þitt.