Skip to main content

Nýjar reglur um strimla fyrir þá sem nota sírita/nema

By March 25, 2021Fréttir

Heilbrigðisráðuneytið hefur fallist á að breyta reglugerð um styrki vegna hjálpartækja nr. 1155/2013 á þann veg að heimild fyrir blóðstrimla og blóðhnífa hefur verður rýmkuð fyrir einstaklinga sem nota sírita/nema.

 

Heimildir verða eftirfarandi:

  • Börn með sírita/nema fá 2500 blóðstrimla og blóðhnífa
  • Fullorðnir með sírita/nema fá 2000 blóðstrimla og blóðhnífa

 

Reglugerðardrögin fóru til ráðherra í gær, vonandi fáum við undirritun sem fyrst en síðan tekur 10 virka daga að fá birtingu í Stjórnartíðindum.

 

SÍ mun breyta innkaupaheimildum í samræmi við þetta.