ÖBÍ námskeið um Samning Sameinuðu Þjóðanna

By June 2, 2016 September 3rd, 2016 Fréttir

Sælt veri fólkið, Ég minni á þetta frábæra og mjög svo fróðlega námskeið um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem er á morgun og er ókeypis fyrir allt starfsfólk og stjórnir aðildarfélaga ÖBÍ. Það eru enn nokkur sæti laus. Því vil ég hvetja ykkur til að skrá ykkur og mæta í Sigtúnið á morgun. Bestu kveðjur, Ellen Calmon, formaður ÖBÍ ÖBÍ mun bjóða upp á námskeið um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Námskeiðið verður haldið dagana 2.-3. júní kl. 10-13 báða dagana. Kennslan fer fram í húsi Öryrkjabandalags Íslands að Sigúni 42. Kennsla verður í höndum Rannveigar Traustadóttur prófessors í fötlunarfræðum. Hún mun m.a. fara yfir grunnatriði samningsins, hugmyndafræði hans og grundvallargreinar. Dagskrá námskeiðsins má finna í meðfylgjandi skjali. Hámarksfjöldi á námskeiðinu verður 25 manns. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku eru því hvattir til þess að skrá sig með tölvupósti á póstfangið sigurjon@obi.is. Frekari fyrirspurnum varðandi námskeiðið er hægt að beina á sama netfang.