Skip to main content

Rannsókn um reynslu maka langveikra á Íslandi

By November 25, 2021Fréttir

Þau sem vilja taka þátt í rannsókninni hafi samband við Guðbjörgu Guðmundsdóttur, GSM 852-7991, tölvupóstur: ha180627@unak.is

 

Óskað er eftir þátttöku í rannsókn á reynslu einstaklinga 25-55 ára af því að vera maki langveiks einstaklings sem er hluti af lokaverkefni Guðbjargar Guðmundsdóttur til meistaragráðu í heilbrigðisvísindum. Leiðbeinendur eru Dr.Árún K Sigurðardóttir og Sonja Stelly Gústafsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri.

Markmið rannsóknarinnar

Reynsla maka langveikra hefur verið lítið rannsökuð á Íslandi, en samkvæmt erlendum rannsóknum getur sú reynsla haft víðtæk áhrif á daglegt líf og líðan. Tilgangur rannsóknarinnar er að fá upplýsingar um reynslu maka langveikra. Niðurstöður koma til með að auka þekkingu á málefninu og verða nýttar til fræðslu.

Þátttakendur og skilyrði fyrir þátttöku

Þátttakendur eru einstaklingar á aldrinum 25-55 ára sem eru makar langveikra einstaklinga. Önnur skilyrði eru að tvö ár séu liðin frá sjúkdómsgreiningu maka og að þátttakandi sé í launaðri vinnu.

Hvað felst í þátttöku og birting niðurstaðna

Tekið verður eitt viðtal við þig á þeim stað sem hentar þér best, eins er í boði að viðtalið fari fram í gegnum fjarfundarforrit eins og Teams eða ZOOM. Rannsóknarniðurstöður verða birtar í meistaraverkefni og í tímaritsgrein.

Úrvinnsla gagna

Viðtalið tekur um það bil klukkustund. Viðtalið verður hljóðritað, afritað orðrétt og öll gögn meðhöndluð sem trúnaðargögn samkvæmt íslenskum lögum varðandi persónuvernd, vinnslu og eyðingu gagna. Í afrituninni verður nöfnum og staðháttum breytt svo ekki sé unnt að rekja niðurstöður rannsóknarinnar til ákveðinna einstaklinga. Að rannsókn lokinni verður öllum frumgögnum eytt.

Réttur til að hafna eða hætta þátttöku

Þér ber engin skylda til að taka þátt í rannsókninni og getur hætt í rannsókninni hvenær sem er án útskýringa og án nokkurra afleiðinga fyrir þig. Þú getur einnig sleppt því að svara þeim spurningum sem þú vilt ekki svara. Það er hins vegar mikilvægt fyrir rannsóknina að sem flestum spurningum sé svarað.

Hafir þú spurningar, eða ef þú vilt koma á framfæri athugasemdum eða kvörtunum í tengslum við rannsóknina er þér velkomið að hafa samband við undirritaðar:

Dr. Árún K. Sigurðardóttir, GSM 823-3138, tölvupóstur: arun@unak.is

Guðbjörg Guðmundsdóttir, GSM 852-7991, tölvupóstur: ha180627@unak.is

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi rétt þinn sem þátttakandi í rannsókninni getur þú snúið þér til Vísindasiðanefndar, Borgartúni 21, 4 hæð, 105 Reykjavík. Sími 551-7100, tölvupóstur: vsn@vsn.is