Retina Risk appið, frítt fyrir alla sem vilja fylgjast með áhættu gagnvart augnsjúkdómum

By December 13, 2018Fréttir

Retina Risk App – Áhættureiknir fyrir sykursjúka
Nýlega hefur verið sett á markað nýtt app, Retina Risk™, sem er reiknivél sem aðstoðar sykursjúka við að greina einstaklingsbunda áhættu þeirra á augnsjúkdómum og sjónskerðingu vegna sykursýki.
Um er að ræða byltingakennda tækninýjung sem er byggð á vísindalegum rannsóknum, bæði íslenskum og erlendum, þar sem 20.000 einstaklingar með sykursýki tóku þátt.
Retina Risk™ appið metur sjálfvirkt einstaklingsbundna áhættu sykursjúkra á því að fá augnsjúkdóm þar sem sjónin er í hættu (sighthreatning retinopathy). Hugbúnaðurinn reiknar einnig hvenær er skynsamlegt að einstaklingurinn komi aftur til augneftirlits í samræmi við einstaklingsbundna áhættu hvers og eins.

Appið hefur einnig að geyma almennan fróðleik varðandi sykursýki, augnsjúkdóma og aðra algenga fylgikvilla. Retina Risk™ appið er einstaklingsmiðað og einfalt í notkun.

Retina Risk appið er fáanlegt gjaldfrítt bæði fyrir iOS og Android í Apple Store og Google Play.