Skip to main content

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

By August 12, 2009September 2nd, 2016Fréttir

Þann 22. ágúst næstkomandi fer fram hið árlega Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Eins og undanfarin ár geta hlauparar hlaupið fyrir hin ýmsu góðgerðafélög og látið vini og velgjörðamenn heita á sig.

Við hjá Samtökum sykursjúkra hvetjum ykkur sem ætla að hlaupa til að hlaupa fyrir Samtök sykursjúkra.

Einnig viljum við hvetja alla stuðningsaðila og velgjörðamenn Samtakanna til að heita á hlauparana sem hlaupa fyrir Samtök sykursjúkra. Það er mjög auðvelt að heita á hlaupara. Þið farið inn á http://www.marathon.is/, veljið ykkur hlaupara og skráið ykkar áheit.

með kærri kveðju

Samtök Sykursjúkra