Sanofi ævintýraferð

By July 19, 2016September 10th, 2016Fréttir

Fengum þessa orðsendingu frá lyfjafyrirtækinu Sanofi: Sæl verið þið Mig langaði að segja ykkur frá því að árlega er ungu fólki með sykursýki tegund 1 boðið í svokallað Sanofi Challenge en þá koma saman einstaklingar frá mismunandi stöðum í heiminum og kljást við einhverja áskorun. Ein áskorunin var t.d. Kilimanjaro en hér má finna myndir og myndbönd frá fyrri atburðum síðustu ára: http://www.sanofi.no/l/no/no/layout.jsp… Í ár hafa þau valið Ísland sem áfangastað og kemur hingað hópur einstaklinga með týpu 1, læknar, hjúkrunarfræðingar og myndatökufólk og ætla þau að taka 5 daga gönguferð á Suðurlandinu. M.a. Heklu, Landmannalaugar og Hrafntinnusker. Hópurinn mun halda úti Facebook síðu þar sem þau verða dugleg að leyfa fólki að fylgjast með ferðinni. Þú finnur hana hér: https://www.facebook.com/E1Matters/ Ferðin hefst 25. júlí og lýkur sunnudaginn 31. júlí (verslunarmannahelgin) og að ferð lokinni ætlar hópurinn síðan að hitta íslenska krakka frá Dropanum og eiga saman skemmtilega stund í brunch og fleira. Tilgangurinn með þessari áskorun er að vekja athygli á sjúkdómnum og einnig að sýna þeim sem eru með sykursýki tegund 1 að það er allt hægt! Þið megið endilega dreifa þessu innan ykkar samtaka og leyfa fólki að fylgjast með Með bestu kveðju Birna V. Birna Vigdís Sigurðardóttir Markaðstengill Sanofi