Sjónvarpsmyndir á RÚV í kvöld og næsta miðvikudag

By September 18, 2019 Fréttir

Í kvöld, miðvikudag 18/9 kl.20,35, og svo á næsta miðvikudag 25/9 á sama tíma, verða sýndar á RÚV tvær sjónvarpsmyndir um Lífsstíl og Heilsu.

 

Myndirnar eru framleiddar sem samstarfsverkefni SÍBS, Samtaka sykursjúkra og Geðhjálpar.

 

Umfjöllunarefnið í fyrri myndinni, í kvöld, er offita, mataræði og hreyfing og svo í þeirri seinni, næsta miðvikudag, verður talað um svefn, streitu og geðrækt.