Skip to main content

Starfshópur um foreldragreiðslur

By February 20, 2018Fréttir

Snemma árs 2015 skipaði félags- og húsnæðismálaráðherra starfshóp um umönnunargreiðslur og greiðslur til foreldra langveikra eða fatlaðra barna (Starfshópurinn). Starfshópurinn skilaði af sér áfangaskýrslu undir lok árs 2017, sem nú er aðgengileg á samráðsgátt stjórnarráðsins (https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=12).

Núverandi félags- og jafnréttismálaráðherra hefur falið starfshópnum að ljúka verkinu og skila lokaskýrslu í júní 2018. Starfshópurinn hefur hafið vinnu við lokaskýrslu og telur mikilvægt á þessum tímapunkti að fá innlegg frá sem flestum hagsmunaaðilum og óskar því eftir athugasemdum við áfangaskýrsluna. Sér í lagi er óskað eftir:

  • Efnislegum athugasemdum við innihald áfangaskýrslu.
  • Ábendingum um atriði sem eru óljós eða þarfnast nánari útskýringa.
  • Ábendingum um mikilvæg atriði tengd viðfangsefninu sem ekki er fjallað um í skýrslunni.

Vinsamlegast sendið athugasemdir í gegnum ofangreinda samráðsgátt.