Stattu með taugakerfinu!

By May 21, 2015September 3rd, 2016Fréttir

Mænuskaðastofnun Íslands, SEM samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, MS félagið, MND félag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálp og Parkinsonfélagið óska eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar við beiðni þeirra til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, um að mæla fyrir því við fulltrúa aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að þær samþykki að bæta við nýju þróunarmarkmiði sem snýr að því að efla rannsóknir á taugakerfinu og auka á þann hátt skilning á starfsemi þess. Við biðjum okkar fólk að styðja við félaga okkar í öðrum sjúklingasamtökum með því að fara á heimasíðu átaksins og skrifa undir áskorunina: http://taugakerfid.is/skrifa-undir/