Tilboð í fótaaðgerð

By April 12, 2016September 3rd, 2016Fréttir

Tilboð fyrir félagsmenn í Samtökum sykursjúkra í Fótaaðgerð Mig langar til að bjóða félagsmönnum samtakanna fótaaðgerð á aðeins 5.000 kr út apríl. Það sem fótaaðgerðafræðingur gerir er að:

  • Greina fótamein og meðhöndlun þeirra, s.s. sigg, líkþorn, sprungin húð, vörtur, klippa,slípa og þynna þykkar neglur og meðhöndla inngrónar neglur.
  • Meðhöndlun á fótum sykursjúkra og gigtveikra.
  • Spangarmeðferð fyrir inngrónar neglur.
  • Hlífðarmeðferð.
  • Veita faglegar ráðleggingar.

Val á hentugum skófatnaði og leiðbeina með mikilvægi fótaæfinga. Sykursjúkir,gigtveikir og psoriassjúklingar eru í sérstökum áhættuhópi vegna fylgikvilla sinna sjúkdóma. Einnig má nefna íþróttafólk og alla þá sem eru undir miklu álagi með fætur sínar. Nauðsynlegt er að viðhalda heilbrigði fóta sinna með því að fara reglulega til fótaaðgerðafræðings. Verið velkomin. Rannveig Ísfeld Löggildur fótaaðgerðafræðingur Heilsu og fegurð 2.hæð (Turninum Kópavogi) Tímapantanir í síma 568-8850