10 Street Name, City Name
Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Kæri viðtakandi.
Við erum tveir hjúkrunarfræðingar og mastersnemar við Copenhagen Business School í Danmörku,
og erum að skrifa lokaverkefnið okkar í MSc í Business Administration and Innovation in Healthcare.
Lokaverkefnið okkar er skrifað í samvinnu við Göngudeild Sykursýki á Landspítalanum og erum við að skoða hvernig hægt sé að nota gögn sem einstaklingar með sykursýki týpu 1 safna með Continous Glucose Monitors til þessa að tæknivæða þjónustuferla göngudeildarinnar með það að sjónarmiði að auka gæði og skilvirkni þjónustunnar.
Ef þú ert með sykursýki týpu 1 og ert í eftirliti á Göngudeild Sykursýki á Landspítalanum langar
okkur mikið til þess að heyra hvernig þú notar tækni til þess að halda utan um þinn sjúkdóm og hvert þitt viðhorf er til tækni og fjarheilbrigðisþjónustu.
Viðtalið yrði um 20-30 mínútur og færi fram á höfuðborgasvæðinu. Eftirfarandi tímasetningar eru í boði:
4. mars á milli 14:00-16:00 á Landspítalanum í fossvogi
5. Mars á milli 8:00-18:00 – staðsetning tilkynnt síðar
6. Mars á milli 8:00-18:00 – staðsetning tilkynnt síðar
Ef þessar tímasetningar henta ekki kemur símaviðtal/skype einnig til greina.
Vertu þáttakandi í að auka gæði og skilvirkni í þinni þjónustu. Það er mikilvægt að fá ykkar innsýn í
þjónustuna og hvað mætti fara betur, þín rödd skiptir máli því engin veit betur en þú hvernig er að lifa með sykursýki 1 og þær áskoranir sem því fylgja.
Ef þú hefur áhuga á því að tala við okkur biðjum þig að hafa samband við okkur í tölvupósti.
Kærar kveðjur,
Auður Guðmundsdóttir (augu18ab@student.cbs.dk)
Kristin Sigurðardóttir (krsi18ad@student.cbs.dk)
Ath. Fullum trúnaði er heitið og farið verðum með upplýsingarnar eins og lög um persónuvernd á
kveða. Nafn þátttakanda kemur hvergi fram og verða upplýsingarnar einungis notaðar til þess að bæta þjónustu göngudeildarinnar og skilja viðhorf einstaklinga með sykursýki til tækniframfara og
fjarheilbrigðisþjónustu.
The post Vantar þátttakendur í rannsókn appeared first on diabetes.
10 Street Name,
City Name Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sími: 562-5605
Netfang: diabetes@diabetes.is
Styrktarreikningur: 0303-26-033354,
kennitala: 681174-0609
Skrifstofa félagsins er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 10 til 12.