Við flytjum!

By May 7, 2015September 3rd, 2016Fréttir

Samtök sykursjúkra flytja skrifstofu sína. Skrifstofan verður lokuð í tvær vikur, frá 11. til 22. maí, vegna flutninga. Ásamt sambýlisfólki okkar, 5 öðrum sjúklingafélögum, flytjum við í fallegt, nýuppgert pláss á jarðhæð í Hátúni 10. Þetta er sem sagt í sömu byggingu, en annar inngangur og á jarðhæð. Þegar við verðum búin að klára að flytja og gera allt fínt, þá auglýsum við þetta betur og bjóðum að sjálfsögðu okkar félögum að koma í heimsókn og skoða nýju, fínu aðstöðuna. Við vitum ekki alveg hvenær sími og nettenging verður komið í gagnið, svo best er á meðan að ná í okkur með því að senda okkur skilaboð á Facebook.