10 Street Name, City Name
Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
VORFERÐ, MAÍ 2017
Samtök sykursjúkra fara í vorferð um Suðurlandið.
Við förum laugardaginn 20.maí næstkomandi í ferð um Suðurlandið. Keyrt verður austur í Vík í Mýrdal, með nokkrum stoppum á leiðinni, m.a. við Reynisfjöru. Boðið verður upp á hádegisverð á leiðinni, en fólk þarf sjálft að hafa með sér nesti fyrir aðra tíma dagsins.
Leiðsögumaður í ferðinni verður Guðrún Kr. Þórsdóttir.
Eins og í fyrra verður ferðin farin í samvinnu við LAUF – félag flogaveikra.
Þátttökugjald er kr.2000 á mann, en ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri. Allir eru velkomnir, takið með ykkur fjölskyldu og vini.
Mæting er við Hátún 10 kl.8,45 um morguninn og lagt verður af stað ekki síðar en kl.9, áætlað er að koma aftur heim um kl.18.
NAUÐSYNLEGT ER AÐ SKRÁ SIG TIL ÞÁTTTÖKU, með því að senda tölvupóst í netfang: diabetes@diabetes.is , senda skilaboð í gegnum Facebook síðu félagsins eða hringja í síma: 562-5605 á opnunartíma skrifstofu. Lokafrestur til að skrá sig er að kvöldi mánudagsins 15.maí.
10 Street Name,
City Name Country, Zip Code
562-5605
mymail@mailservice.com
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sími: 562-5605
Netfang: diabetes@diabetes.is
Styrktarreikningur: 0303-26-033354,
kennitala: 681174-0609
Skrifstofa félagsins er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 10 til 12.