Skip to main content

1.maí kröfuganga ÖBÍ

By April 25, 2017Fréttir

Frá skrifstofu ÖBÍ

Kæru félagar,

 

senn líður að 1. maí og er það málefnahópur um kjaramál sem hefur umsjón með deginum af okkar hálfu.

 

Yfirskrift okkar í kröfugöngunni verður að þessu sinni:

 

LÚXUS EÐA LÍFSNAUÐSYN?

Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu

 

Vonandi komist þið sem flest í gönguna og ég hvet ykkur til að bjóða fjölskyldu og vinum að slást í hópinn.

Þetta er dagurinn okkar, alþýðunnar og verkalýðsins. Sýnum samstöðu og látum sjá okkur!

 

 

Okkur vantar gott fólk í liðið sem getur aðstoðað við að bera forgönguborðann og dreifa buffum á meðan á göngunni stendur, eða við Lækjartorg eða Ingólfstorg.

Þeir sem sjá sér fært um að aðstoða okkur eru vinsamlegast beðnir um að melda sig til Guðjóns Helgasonar samskiptastjóra en hann er með netfangið: gudjon@obi.is