Ingó úr Veðurguðunum á Jólafundi

By November 23, 2009September 2nd, 2016Fréttir, Review links

Samtök sykursjúkra halda sinn árlega jólafund þriðjudaginn 1. desember kl. 20:00

Fundurinn verður á Grand hótel í Setrinu.

  • Gunnar Hersveinn, rithöfundur og heimspekingur flytur erindi um Siðfræði jólanna.
  • Vilborg Davíðsdóttir kynnir og les upp úr bók sinni Auði
  • Ingó úr Veðurguðunum mætir með gítarinn og tekur nokkur lög.

Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á jólafundinn og taka með sér gesti.

Nánari upplýsingar má sjá í nýjasta fréttabréfi samtakanna eða hér

Jafnvægi tímarit samtakanna er komið út og ættu félagsmenn að vera búnir að fá það sent til sín í pósti. Áhugasamir geta nálgast eintak af blaðinu á skrifstofu samtakanna eða lesið það á síðunni undir útgáfuefni – tímarit.

Stjórnin